Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2016 19:01 Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. Vísir/Ernir „Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40