Stefnir í stjórnarkreppu Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. vísir/Anton Brink Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira