Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Fullt var út úr dyrum á samstöðufundi grunnskólakennara á Akureyri í gær. Mikill hugur er í fólki að berjast fyrir leiðréttingu á launum þeirra. vísir/auðunn Þungt hljóð er í kennurum á Akureyri vegna kjarabaráttu kennara. Kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt upp störfum í stórum stíl og gangi uppsagnir eftir gæti ófremdarástand skapast í kennslu víða á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar á Akureyri lögðu einnig niður störf í gær og gengu til fundar þar sem farið var yfir stöðuna. Helga Dögg Sverrisdóttir, ein af skipuleggjendum samstöðufundar á Akureyri, segir stöðuna alvarlega og fundurinn því mjög mikilvægur svo stéttin geti talað saman og stappað stálinu hvert í annað.Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari á Akureyri.vísir/auðunn„Nú er boltinn hjá sveitarfélögunum að bæta laun kennara. Það gengur ekki að við séum alltaf látin sitja eftir. Til þess að við samþykkjum þriðja samninginn sem skrifað er undir er ljóst að það þarf að bæta verulega í,“ segir Helga Dögg. „Við hljótum að sjá að menntun kennara og sú ábyrgð sem er sett á herðar okkar er ekki í samræmi við laun okkar. Þessu þarf að breyta.“ Hún segir kennara á Akureyri vera tilbúna til að ganga lengra en þetta til að berjast fyrir hærri launum. Hún segir einnig að komi til verkfalls gæti það gerst að flótti bresti á í stéttinni. „Það er næga vinnu að hafa fyrir fólk með kennaramenntun í samfélaginu. Við sjáum það til dæmis glögglega í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Þurfi að koma til verkfalls gæti ég séð mun fleiri hætta kennslu og færa sig um set á vinnumarkaði, fá mun betur borgað og þurfa ekki að fara á verkfallsbætur á meðan,“ segir Helga og bætir við að nýliðun í stéttinni sé allt of lítil. „Ef það er vilji til að viðhalda stéttinni með menntuðu og öflugu fólki þarf að sýna það í verki.“ Grunnskólakennarar á Ísafirði mættu einnig á fund bæjarráðs í gær og lásu þar upp áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Skoruðu kennarar á bæinn að samið yrði við grunnskólakennara sem fyrst. Ef ekkert verður að gert að mati kennara á Ísafirði mun grunnskólakerfið bíða alvarlegan hnekki. „Lág laun kennara hafa nú þegar valdið uppsögnum og sækja sífellt færri í kennaranám og margir menntaðir kennarar sækja í önnur störf. Alvarlegur kennaraskortur blasir því við á næstu misserum. Við krefjumst þess að grunnlaun kennara hækki nú þegar til samræmis við laun framhaldsskólakennara,“ segir í yfirlýsingu þeirra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Þungt hljóð er í kennurum á Akureyri vegna kjarabaráttu kennara. Kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt upp störfum í stórum stíl og gangi uppsagnir eftir gæti ófremdarástand skapast í kennslu víða á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar á Akureyri lögðu einnig niður störf í gær og gengu til fundar þar sem farið var yfir stöðuna. Helga Dögg Sverrisdóttir, ein af skipuleggjendum samstöðufundar á Akureyri, segir stöðuna alvarlega og fundurinn því mjög mikilvægur svo stéttin geti talað saman og stappað stálinu hvert í annað.Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari á Akureyri.vísir/auðunn„Nú er boltinn hjá sveitarfélögunum að bæta laun kennara. Það gengur ekki að við séum alltaf látin sitja eftir. Til þess að við samþykkjum þriðja samninginn sem skrifað er undir er ljóst að það þarf að bæta verulega í,“ segir Helga Dögg. „Við hljótum að sjá að menntun kennara og sú ábyrgð sem er sett á herðar okkar er ekki í samræmi við laun okkar. Þessu þarf að breyta.“ Hún segir kennara á Akureyri vera tilbúna til að ganga lengra en þetta til að berjast fyrir hærri launum. Hún segir einnig að komi til verkfalls gæti það gerst að flótti bresti á í stéttinni. „Það er næga vinnu að hafa fyrir fólk með kennaramenntun í samfélaginu. Við sjáum það til dæmis glögglega í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Þurfi að koma til verkfalls gæti ég séð mun fleiri hætta kennslu og færa sig um set á vinnumarkaði, fá mun betur borgað og þurfa ekki að fara á verkfallsbætur á meðan,“ segir Helga og bætir við að nýliðun í stéttinni sé allt of lítil. „Ef það er vilji til að viðhalda stéttinni með menntuðu og öflugu fólki þarf að sýna það í verki.“ Grunnskólakennarar á Ísafirði mættu einnig á fund bæjarráðs í gær og lásu þar upp áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Skoruðu kennarar á bæinn að samið yrði við grunnskólakennara sem fyrst. Ef ekkert verður að gert að mati kennara á Ísafirði mun grunnskólakerfið bíða alvarlegan hnekki. „Lág laun kennara hafa nú þegar valdið uppsögnum og sækja sífellt færri í kennaranám og margir menntaðir kennarar sækja í önnur störf. Alvarlegur kennaraskortur blasir því við á næstu misserum. Við krefjumst þess að grunnlaun kennara hækki nú þegar til samræmis við laun framhaldsskólakennara,“ segir í yfirlýsingu þeirra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46
Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58
Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42