Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 19:03 Lilja Rafney, Björt Ólafsdóttir, Jón Steindór og Jón Þór Ólafsson eru öll í málefnahópum um atvinnuvegamál í meirihltuaviðræðum VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar ásamt Gunnari Tryggvasyni. Vísir „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi. Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi.
Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16