Atli Viðar Björnsson skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við FH.
Atli Viðar, sem er 36 ára, hefur leikið með FH frá árinu 2001, ef frá er talið tímabilið 2007 þegar hann var í láni hjá Fjölni.
Atli Viðar hefur leikið 240 leiki fyrir FH í efstu deild og skorað 113 mörk. Hann er þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.
Atli Viðar var markahæsti leikmaður FH á síðasta tímabili með sjö mörk í 17 leikjum í Pepsi-deildinni sem Fimleikafélagið vann annað árið í röð.
Atli Viðar hefur átta sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari.
Atli Viðar framlengir við FH
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti

Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



