Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn Víglundsson situr í málefnahópi um efnahagsmál fyrir Viðreisn. Þá situr Steingrímur J. Sigfússon í hópnum fyrir hönd Vinstri grænna. Vísir/Ernir/Stefán „Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28