Yfirmaður Mercedes liðsins óttast bilun í einvíginu í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. nóvember 2016 20:30 Toto Wolff segir sína verstu martröð vera bilanir í Abú Dabí. Vísir/Getty Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 hefur sagt að hann óttist að bilun skemmi spennandi einvígi, Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna. Hamilton hélt von sinni um titilinn á lífi með því að vinna í fyrsta sinn keppnina í Brasilíu. Hann minnkaði þar með forskot Rosberg niður í 12 stig. Rosberg dugar að lenda í þriðja sæti í Abú Dabí jafnvel þótt Hamilton komi fyrstur í mark. Wolff óttast að tæknilegt vandamál geti spillt einvíginu. Hamilton hefur fengið að finna fyrir þeim á tímabilinu, kannski ögn meira en Rosberg. Rosberg þekkir þó af eigin raunum hvernig er að glíma við slíkt. Árið 2014 bilaði rafallinn í bíl hans í Abú Dabí. „Við verðum bara að gefa þeim tvo bíla sem virka svo þeir geti glímt á brautinni,“ sagði Toto Wolff. „Mín stærsta martröð er að eitthvað bili hjá öðrum hvorum þeirra, en svona er þetta bara,“ bætti Wolff við. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Helgin verður tilfinningaþrungin fyrir Button Jenson Button segist búast við tilfinningaþurnginni helgi í Abú Dabí. Keppni helgarinnar mun vera hans síðasta í Formúlu 1 að minnsta kosti í bili. 22. nóvember 2016 18:30 Líkurnar ekki með Lewis Hamilton í titilbaráttunni Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast. 21. nóvember 2016 22:45 Nico Rosberg ætlar að gefa allt í keppnina í Abú Dabí Nico Rosberg hefur ákveðið að halda sig við sína nálgun í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna mun ráðast. 21. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 hefur sagt að hann óttist að bilun skemmi spennandi einvígi, Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna. Hamilton hélt von sinni um titilinn á lífi með því að vinna í fyrsta sinn keppnina í Brasilíu. Hann minnkaði þar með forskot Rosberg niður í 12 stig. Rosberg dugar að lenda í þriðja sæti í Abú Dabí jafnvel þótt Hamilton komi fyrstur í mark. Wolff óttast að tæknilegt vandamál geti spillt einvíginu. Hamilton hefur fengið að finna fyrir þeim á tímabilinu, kannski ögn meira en Rosberg. Rosberg þekkir þó af eigin raunum hvernig er að glíma við slíkt. Árið 2014 bilaði rafallinn í bíl hans í Abú Dabí. „Við verðum bara að gefa þeim tvo bíla sem virka svo þeir geti glímt á brautinni,“ sagði Toto Wolff. „Mín stærsta martröð er að eitthvað bili hjá öðrum hvorum þeirra, en svona er þetta bara,“ bætti Wolff við. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Helgin verður tilfinningaþrungin fyrir Button Jenson Button segist búast við tilfinningaþurnginni helgi í Abú Dabí. Keppni helgarinnar mun vera hans síðasta í Formúlu 1 að minnsta kosti í bili. 22. nóvember 2016 18:30 Líkurnar ekki með Lewis Hamilton í titilbaráttunni Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast. 21. nóvember 2016 22:45 Nico Rosberg ætlar að gefa allt í keppnina í Abú Dabí Nico Rosberg hefur ákveðið að halda sig við sína nálgun í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna mun ráðast. 21. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Helgin verður tilfinningaþrungin fyrir Button Jenson Button segist búast við tilfinningaþurnginni helgi í Abú Dabí. Keppni helgarinnar mun vera hans síðasta í Formúlu 1 að minnsta kosti í bili. 22. nóvember 2016 18:30
Líkurnar ekki með Lewis Hamilton í titilbaráttunni Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast. 21. nóvember 2016 22:45
Nico Rosberg ætlar að gefa allt í keppnina í Abú Dabí Nico Rosberg hefur ákveðið að halda sig við sína nálgun í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna mun ráðast. 21. nóvember 2016 18:00