Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 17:00 Guðmundur Atli í leik gegn Val í sumar. vísir/eyþór Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira