„Get ég hjálpað þér?“ Þóra Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun