Mjölnismenn komust ekki til Tékklands: Skráningin á EM bjargaðist fyrir horn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 15:00 Hópurinn sem hélt utan í gær. Mynd/Facebook-síða Mjölnis Mjölnismenn óttuðust að missa af skráningarfresti fyrir EM áhugamanna í blönduðum bardagalistum vegna erfiðleika í samgöngum til Prag, þar sem mótið fer fram. Ellefu manna hópur keppenda og aðstandenda þeirra frá Mjölni hélt í gær utan til Tékklands. Hópurinn flaug fyrst til Parísar í gærmorgun og átti að halda áfram til Prag en flugvélin sem hópurinn var í gat ekki lent í borginni vegna þoku. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, segir að flugvélin hafi þurft að hætta við lendingu í Prag og lenti hún svo í Dresden í Þýskalandi, um 150 km frá Prag. Mjölnismenn, sem voru með átta keppendur skráða í mótið, þurftu að staðfesta skráningu sína á staðnum fyrir klukkan 17.00 að staðartíma í dag og óttuðust að ná því ekki vegna óvæntrar lendingar í Dresden. „Ég hringdi í mótshaldara og útskýrði málið fyrir þeim. Þessu hefur verið kippt í liðinn og ekkert að óttast fyrir keppendur,“ sagði Haraldur. Í fyrra urðu Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir Evrópumeistarar í sínum flokkum en eru nú bæði orðin atvinnumenn. Þar með er ljóst að þau munu ekki verja titla sína en Haraldur er bjartsýnn á gott gengi síns fólks. „Við gerum okkur alltaf vonir. Ég held að við eigum raunhæfan möguleika á verðlaunum og að jafnvel muni einhverjir koma heim með gull um hálsinn.“ MMA Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Mjölnismenn óttuðust að missa af skráningarfresti fyrir EM áhugamanna í blönduðum bardagalistum vegna erfiðleika í samgöngum til Prag, þar sem mótið fer fram. Ellefu manna hópur keppenda og aðstandenda þeirra frá Mjölni hélt í gær utan til Tékklands. Hópurinn flaug fyrst til Parísar í gærmorgun og átti að halda áfram til Prag en flugvélin sem hópurinn var í gat ekki lent í borginni vegna þoku. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, segir að flugvélin hafi þurft að hætta við lendingu í Prag og lenti hún svo í Dresden í Þýskalandi, um 150 km frá Prag. Mjölnismenn, sem voru með átta keppendur skráða í mótið, þurftu að staðfesta skráningu sína á staðnum fyrir klukkan 17.00 að staðartíma í dag og óttuðust að ná því ekki vegna óvæntrar lendingar í Dresden. „Ég hringdi í mótshaldara og útskýrði málið fyrir þeim. Þessu hefur verið kippt í liðinn og ekkert að óttast fyrir keppendur,“ sagði Haraldur. Í fyrra urðu Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir Evrópumeistarar í sínum flokkum en eru nú bæði orðin atvinnumenn. Þar með er ljóst að þau munu ekki verja titla sína en Haraldur er bjartsýnn á gott gengi síns fólks. „Við gerum okkur alltaf vonir. Ég held að við eigum raunhæfan möguleika á verðlaunum og að jafnvel muni einhverjir koma heim með gull um hálsinn.“
MMA Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira