Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir er vongóð um að hægt verði að vinna hratt næstu daga. vísir/eyþór Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00