Valgerður vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga | Átta í röð hjá Kolbeini 20. nóvember 2016 13:45 Kolbeinn og Valgerður. Mynd/Aðsend Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu. Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu.
Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45