Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, horfði upp á sína menn tapa fjórum af fyrstu fimm leikjunum áður en hann áttaði sig almennilega á því að nú þurfti að hrista vel upp í hlutunum.
„Ég sem þjálfari þarf að læra af þessu. Ég er svekktur yfir að hafa ekki skynjað þetta. Ég skynjaði þetta ekki á æfingunum,“ segir Gunnar.
„Í fyrra unnum við deildina með ansi mörgum stigum og við mættum nánast í alla leiki tilbúnir. Það var aldrei vandamál með hugarfarið. Ég skynjaði ekki í haust að þetta yrði vandamál.
„Næst þegar ég lendi í þessu, ef ég lendi í þessu, þá þarf ég að bregðast við fyrr heldur en ég gerði núna. Ég kannski vanmat aðeins vandamálið of lengi,“ segir Gunnar.

