Gaupi og Henson ræða Hemma Gunn í 70 ára afmælinu: „Það var eðal Hemmi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 19:00 Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti