Sport

Settu landsmet og náðu þrettánda sætinu | Eygló komst ekki áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir í íslensku boðssundssveitinni á HM 2016 og Eygló Ósk Gústafsdóttir
Strákarnir í íslensku boðssundssveitinni á HM 2016 og Eygló Ósk Gústafsdóttir Mynd/Sundsamband Íslands
Íslenska boðssundssveitin stóð sig vel í 4 x 50 meta boðsundi á HM 25 metra laug í Windsor í Kanada. Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki í undanúrslitin í 50 metra baksundi.

Íslenska karlasveitin í 4x50 metra boðsundi hóf daginn með því að setja nýtt landsmet með því að synda á 1:31,07 mínútum.

Sveitina skipuðu þeir Aron Örn Stefánsson, Viktor Máni Vilbergsson, Kristinn Þórarinsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.

Þetta sund skilaði strákunum þrettánda sætinu. Gamla landsmetið var 1:32,29 sett í Riesa á EM25 2002.

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 50 metra baksund á 27,44 sekúndum og endaði í 22. sæti í greininni en sextán komust í undanúrslitin.

Eygló Ósk setti Íslandsmet í greininni þegar hún synti fyrsta spretti á degi tvö þegar hún synti á tímanum 27,40 sekúndum. Núna var hún aðeins 4/100 frá metinu sínu.

Slakasti tíminn sem skilaði sæti í undanúrslitunum 27,01 sekúndum og hefði Eygló því þurft að bæta Íslandsmetið verulega til þess að komast áfram.




Tengdar fréttir

Bryndís komst ekki í úrslit

Bryndís Rún Hansen komst ekki í úrslit í 50 metra flugsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×