Hjartað fær að vera úr skínandi gulli Guðný Hrönn skrifar 9. desember 2016 14:30 Mynd eftir Sögu Sig fyrir Milagros-skartgripalínuna. Ljósmynd/Saga Sig Skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir, sem hanna undir merkinu Orrifinn Skartgripir, senda frá sér sína fimmtu skartgripalínu í dag. Línan kallast Milagros og er innblásin af ferðalagi þeirra um Mexíkó og Perú. „Já, í fyrra fórum við í þessa langþráðu reisu og lögðum mikla áherslu á að skoða fornleifar og gömul hof sem Astekar, Majar og Inkar hafa skilið eftir sig,“ segir Helga. Þegar heim var komið hófst hugmyndavinna fyrir nýju línuna. „Í hugmyndavinnunni urðu þessir litlu gripir sem skreyta mexíkóskt umhverfi ofan á, þeir kallast á spænsku milagros sem má þýða sem „kraftaverk“ og þaðan dregur línan nafn sitt. Þeir eru oft í laginu eins og hjörtu, útlimir, beinagrindur og í raun hvað sem er.“Helga og Orri hanna undir merkinu Orrifinn.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Þegar við fórum að kynna okkur þetta betur þá kom í ljós að upprunalegi tilgangurinn með þessum gripum er að heita á eitthvað eða biðja fyrir bata. Áheitagripirnir eru gjarnan í formi líkamshluta eða líffæra því oft vill biðjandinn kalla eftir bata af líkamlegu eða andlegu meini. Táknið getur verið bókstaflegt en þarf ekki að vera það. Ef hjarta er til dæmis lagt á helgan stað má biðja um bata af líkamlegu hjartameini en líka um bata af ástarsorg. Okkur þótti þetta mjög fallegur siður.“ Í línunni notast þau Helga og Orri mestmegnis við form mannabeina. „Við studdumst við hugmyndina á bak við þessa áheitagripi en við útfærðum gripina með formum mannabeina. En til viðbótar við mannabein notuðum við líka hjartað. Hjartað er það líffæri sem ræður oft huganum. Það er sterkt líffæri sem við tengjum flest við. Það er svo ljóðrænt og fallegt,“ útskýrir Helga. Allir gripir línunnar eru úr silfri og bronsi, fyrir utan hjartað. Það er úr gulli. „Já, hjartað verður að vera úr gulli. Það er skemmtilegur „konstrast“ í því að blanda gylltu hjarta saman við mannabein úr silfri og bronsi. Svo notum við líka ferskvatnsperlur í línunni, til að gera þetta ennþá meira rómantískt og grand.“ Nýja skartgripalínan verður frumsýnd í kvöld í kokteilboði á Jacobsen Loftinu klukkan 19.00. Þar verða einnig til sýnis ljósmyndir af Milagros-línunni eftir Sögu Sigurðardóttur. „Við höfum unnið með Sögu áður og samstarf okkar hefur verið farsælt, hún skilur okkur og við höfum mikla trú á henni.“ Tíska og hönnun Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir, sem hanna undir merkinu Orrifinn Skartgripir, senda frá sér sína fimmtu skartgripalínu í dag. Línan kallast Milagros og er innblásin af ferðalagi þeirra um Mexíkó og Perú. „Já, í fyrra fórum við í þessa langþráðu reisu og lögðum mikla áherslu á að skoða fornleifar og gömul hof sem Astekar, Majar og Inkar hafa skilið eftir sig,“ segir Helga. Þegar heim var komið hófst hugmyndavinna fyrir nýju línuna. „Í hugmyndavinnunni urðu þessir litlu gripir sem skreyta mexíkóskt umhverfi ofan á, þeir kallast á spænsku milagros sem má þýða sem „kraftaverk“ og þaðan dregur línan nafn sitt. Þeir eru oft í laginu eins og hjörtu, útlimir, beinagrindur og í raun hvað sem er.“Helga og Orri hanna undir merkinu Orrifinn.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Þegar við fórum að kynna okkur þetta betur þá kom í ljós að upprunalegi tilgangurinn með þessum gripum er að heita á eitthvað eða biðja fyrir bata. Áheitagripirnir eru gjarnan í formi líkamshluta eða líffæra því oft vill biðjandinn kalla eftir bata af líkamlegu eða andlegu meini. Táknið getur verið bókstaflegt en þarf ekki að vera það. Ef hjarta er til dæmis lagt á helgan stað má biðja um bata af líkamlegu hjartameini en líka um bata af ástarsorg. Okkur þótti þetta mjög fallegur siður.“ Í línunni notast þau Helga og Orri mestmegnis við form mannabeina. „Við studdumst við hugmyndina á bak við þessa áheitagripi en við útfærðum gripina með formum mannabeina. En til viðbótar við mannabein notuðum við líka hjartað. Hjartað er það líffæri sem ræður oft huganum. Það er sterkt líffæri sem við tengjum flest við. Það er svo ljóðrænt og fallegt,“ útskýrir Helga. Allir gripir línunnar eru úr silfri og bronsi, fyrir utan hjartað. Það er úr gulli. „Já, hjartað verður að vera úr gulli. Það er skemmtilegur „konstrast“ í því að blanda gylltu hjarta saman við mannabein úr silfri og bronsi. Svo notum við líka ferskvatnsperlur í línunni, til að gera þetta ennþá meira rómantískt og grand.“ Nýja skartgripalínan verður frumsýnd í kvöld í kokteilboði á Jacobsen Loftinu klukkan 19.00. Þar verða einnig til sýnis ljósmyndir af Milagros-línunni eftir Sögu Sigurðardóttur. „Við höfum unnið með Sögu áður og samstarf okkar hefur verið farsælt, hún skilur okkur og við höfum mikla trú á henni.“
Tíska og hönnun Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira