Subaru Forester besti sportjeppinn að mati bílablaðamanna í Kanada Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 10:06 Subaru Forester í sínu rétta umhverfi. Samtök bílablaðamanna í Kanada kusu í vikunni nýjan Subaru Forester besta sportjeppann (2017 Best Compact Utility Vehicle) og sigraði hann m.a. Ford Escape, Kia Sportage og Toyota RAV4 í sínum flokki eftir margvíslegar profanir sem stóðu yfir í fjóra daga. Prófanirnar fóru fram í október þar sem níutíu kanadískir blaðamenn reyndu bílana í bílabrautinni Canadian Tire Motorsport Park í Clarington í Ontario. Prófunum var skipt í níu flokka þar sem ekið var á ólíku undirlagi, allt frá bestu skilyrðum hraðbrautarundirlags til torfærra og illfærra slóða til að finna við hversu fjölhæfar aðstæður kaupendur geta notað bílana. Þá var einnig mælt hversu vel hljóðeinangraðir bílarnir eru, þungir, sparneytnir og snarpir úr kyrrstöðu svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent
Samtök bílablaðamanna í Kanada kusu í vikunni nýjan Subaru Forester besta sportjeppann (2017 Best Compact Utility Vehicle) og sigraði hann m.a. Ford Escape, Kia Sportage og Toyota RAV4 í sínum flokki eftir margvíslegar profanir sem stóðu yfir í fjóra daga. Prófanirnar fóru fram í október þar sem níutíu kanadískir blaðamenn reyndu bílana í bílabrautinni Canadian Tire Motorsport Park í Clarington í Ontario. Prófunum var skipt í níu flokka þar sem ekið var á ólíku undirlagi, allt frá bestu skilyrðum hraðbrautarundirlags til torfærra og illfærra slóða til að finna við hversu fjölhæfar aðstæður kaupendur geta notað bílana. Þá var einnig mælt hversu vel hljóðeinangraðir bílarnir eru, þungir, sparneytnir og snarpir úr kyrrstöðu svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent