Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2016 18:06 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira