Toyota GT86 kemur af annarri kynslóð Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 14:17 Toyota GT86. Fram að þessu hafa bæði Toyota og Subaru, sem framleiddu GT86/BRZ bílinn saman, ekkert átið uppi um það hvort önnur kynslóð sportbílsins kæmi af annarri kynslóð. Þeirri þögn hefur nú verið aflétt því haft var nýlega eftir Karl Schlicht, einum varaforstjóra Toyota í Evrópu að von væri á annarri kynslóð bílsins. Aðdáendur hans munu kætast við þessar fréttir og krossa fingurna að fyrirtækin tvö setji nú í hann aðeins öflugri vél, að minnsta kosti sem valkost, en fyrsta kynslóðin, sem nú er orðin 5 ára, var eingöngu í boði með 200 hestafla vél. Sú vél var framleidd af Subaru og er af Boxer-gerð og með því var tryggður lágur þyngdarpunktur bílsins, sem er jú einkar eftirsóknarvert í sportbílum. Vélin í næsta bíl verður einnig frá Subaru og af Boxer-gerð. Toyota hefur engin áform um að yfirgefa sportbílamarkaðinn heldur þveröfugt, því Toyota er einnig í samstarfi við BMW með smíði arftaka Supra bíls Toyota og í tilfelli BMW verður þessi bíll arftaki BMW Z4 bílsins. Engar frekari upplýsingar um næstu kynslóð Toyota GT86 fengust uppúr Karl Schlicht, en stefnan er ljós, næsta kynslóð verður smíðuð og er það vel. Aðspurður hvort að blæjuútgáfa annarrar kynslóðar muni verða í boði sagði Karl að það sé ólíklegt í ljósi þess að hvorugt fyrirtækið, Toyota né Subaru, hafði vilja til þess að smíða fyrstu útgáfuna með þeim hætti. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Fram að þessu hafa bæði Toyota og Subaru, sem framleiddu GT86/BRZ bílinn saman, ekkert átið uppi um það hvort önnur kynslóð sportbílsins kæmi af annarri kynslóð. Þeirri þögn hefur nú verið aflétt því haft var nýlega eftir Karl Schlicht, einum varaforstjóra Toyota í Evrópu að von væri á annarri kynslóð bílsins. Aðdáendur hans munu kætast við þessar fréttir og krossa fingurna að fyrirtækin tvö setji nú í hann aðeins öflugri vél, að minnsta kosti sem valkost, en fyrsta kynslóðin, sem nú er orðin 5 ára, var eingöngu í boði með 200 hestafla vél. Sú vél var framleidd af Subaru og er af Boxer-gerð og með því var tryggður lágur þyngdarpunktur bílsins, sem er jú einkar eftirsóknarvert í sportbílum. Vélin í næsta bíl verður einnig frá Subaru og af Boxer-gerð. Toyota hefur engin áform um að yfirgefa sportbílamarkaðinn heldur þveröfugt, því Toyota er einnig í samstarfi við BMW með smíði arftaka Supra bíls Toyota og í tilfelli BMW verður þessi bíll arftaki BMW Z4 bílsins. Engar frekari upplýsingar um næstu kynslóð Toyota GT86 fengust uppúr Karl Schlicht, en stefnan er ljós, næsta kynslóð verður smíðuð og er það vel. Aðspurður hvort að blæjuútgáfa annarrar kynslóðar muni verða í boði sagði Karl að það sé ólíklegt í ljósi þess að hvorugt fyrirtækið, Toyota né Subaru, hafði vilja til þess að smíða fyrstu útgáfuna með þeim hætti.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent