Hrafnhildur og Bryndís báðar í undanúrslit | Svona gekk þetta fyrir sig á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 13:24 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton/Ernir Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig. Sund Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig.
Sund Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira