Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 12:00 Fjármálaráðherra segir að mikið sé undir. Vísir/Anton Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira