Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“ Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“
Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira