Ríkið enn stórskuldugt þrátt fyrir stórbætta stöðu ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 20:24 Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Sjá meira
Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Sjá meira