Borgum yfir meðaltali með hverjum nema en árangur undir meðaltali Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 20:00 Ísland borgar yfir meðaltali með hverju grunnskólabarni. MYND/Sigurjón Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15