Vill alls ekki enda ferillinn á tapleiknum á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 18:00 Roy Hodgson í leiknum á móti Íslandi. Vísir/Getty Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir tap á móti Íslandi á EM í fótbolta í Frakklandi. Enska landsliðið tapaði þá 2-1 á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins og Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna. Roy Hodgson hætti áður en ensku fjölmiðlarnir fengu færi á að taka hann almennilega í gegn á síðum sínum en orðspor hans sem knattspyrnuþjálfara var vissulega mjög laskað eftir svona óvænt tap á móti nýliðum Íslands. Roy Hodgson er orðinn 69 ára gamall og búinn að vera að þjálfa í fjóra áratugi. Það bjuggust því flestir við því að karlinn myndi „fara á eftirlaun“ og hætta knattspyrnuþjálfun. Hodgson er hinsvegar ekki á því að hætta og í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir sjokkið í Nice í júní þá sagði hann fréttamanni Sky Sports að hann væri að leita sér að nýju starfi í þjálfun. „Mig langar að koma til baka og hef aldrei liðið betur. Aldur hefur aldrei skipt máli og ég er í fínu formi,“ sagði Hodgson. „Ég tel að þú verðir betri þjálfari með meiri reynslu og maður verður vissulega viturri með árunum,“ sagði Hodgson. „Ég verð bara að bíða og sjá hvað býðst. Ég er ekkert að flýta mér sérstaklega. Ég hef reyndar aldrei verið atvinnulaus í meira en einn eða tvo mánuði í einu. Þessi fjórir til fimm mánuður hafa samt ekkert skaðað mig, sagði Hodgson. „Ég vona að mér bjóðist eitthvað áhugavert starf og það fólk sem vill fá mig viti að þá fái þann þjálfara sem það býst við að fá, sagði Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir tap á móti Íslandi á EM í fótbolta í Frakklandi. Enska landsliðið tapaði þá 2-1 á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins og Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna. Roy Hodgson hætti áður en ensku fjölmiðlarnir fengu færi á að taka hann almennilega í gegn á síðum sínum en orðspor hans sem knattspyrnuþjálfara var vissulega mjög laskað eftir svona óvænt tap á móti nýliðum Íslands. Roy Hodgson er orðinn 69 ára gamall og búinn að vera að þjálfa í fjóra áratugi. Það bjuggust því flestir við því að karlinn myndi „fara á eftirlaun“ og hætta knattspyrnuþjálfun. Hodgson er hinsvegar ekki á því að hætta og í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir sjokkið í Nice í júní þá sagði hann fréttamanni Sky Sports að hann væri að leita sér að nýju starfi í þjálfun. „Mig langar að koma til baka og hef aldrei liðið betur. Aldur hefur aldrei skipt máli og ég er í fínu formi,“ sagði Hodgson. „Ég tel að þú verðir betri þjálfari með meiri reynslu og maður verður vissulega viturri með árunum,“ sagði Hodgson. „Ég verð bara að bíða og sjá hvað býðst. Ég er ekkert að flýta mér sérstaklega. Ég hef reyndar aldrei verið atvinnulaus í meira en einn eða tvo mánuði í einu. Þessi fjórir til fimm mánuður hafa samt ekkert skaðað mig, sagði Hodgson. „Ég vona að mér bjóðist eitthvað áhugavert starf og það fólk sem vill fá mig viti að þá fái þann þjálfara sem það býst við að fá, sagði Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira