Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kaupa Delap og eru í við­ræðum við Sancho

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur ákveðið að bíða ekki boðanna og hefjast strax handa að undirbúa næsta tímabil. Svo virðist sem að framherjinn Liam Delap muni spila í treyju félagsins á næstu leiktíð og þá virðist Chelsea hafa ákveðið að kaupa Jadon Sancho eftir allt.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þá leið mér frekar illa eftir leik“

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR sagði hundfúlt að tapa fyrir Stjörnunni í kvöld en sagðist þó ekki myndu vilja skipta út leikstíl KR-liðsins fyrir stigin þrjú sem Stjarnan fékk úr leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eitt­hvað sem er í vinnslu og gerist kannski“

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með andann og orkuna í sínu liði í dag sem vann 4-2 sigur á KR í bestu deildinni. Hann svaraði einnig til um möguleikana á því að Steven Caulker gengi í raðir Garðabæjarliðsins en Caulker var mættur í stúkuna á Samsung-vellinum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

FC Kaup­manna­höfn vann tvö­falt

FC Kaupmannahöfn er bikarmeistari karla í fótbolta í Danmörku. Á sunnudaginn tryggði liðið sér danska meistaratitilinn og fagnaði eftir því. Engin ummerki um þreytu var að sjá á liðinu í dag er það vann bikarmeistara síðasta árs, Silkeborg, örugglega.

Fótbolti
Fréttamynd

Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni

BK Häcken er sænskur bikarmeistari eftir sigur gegn Malmö í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum, þar sem tvö bestu bikarlið Svíþjóðar undanfarinna ára mættust. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson komu báðir inn af varamannabekk Malmö, en tóku ekki vítaspyrnu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hafnaði Manchester fyrir borg englanna

Sveindís Jane Jónsdóttir hafði úr fjölmörgum liðum að velja þegar samningur hennar við Wolfsburg rann út. Hún ákvað að þrengja valið niður í tvo alvöru kosti, Manchester United eða Angel City, og fór á endanum til síðarnefnda liðsins sem spilar í Los Angeles í Kaliforníu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Nálguðumst leikinn vit­laust“

„Ég er mjög ánægður. Ég var smá pirraður með fyrri hálfleikinn því við nálguðumst leikinn vitlaust,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir að hans menn unnu Sambandsdeild Evrópu þökk sé frábærum síðari hálfleik gegn Real Betis.

Fótbolti
Fréttamynd

Læti fyrir leik í Pól­landi

Stuðningsfólki Real Betis og Chelsea lenti saman fyrir leik liðanna í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Leikurinn fór fram í Wroclaw í Póllandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Stal senunni í fagnaðar­látum Arsenal

Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins.

Fótbolti