Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta voru þeir bestu á árinu að mati Four Four Two, stærsta fótboltatímarits heims, en þetta kemur fram í uppgjöri tímaritsins á fótboltaárinu 2016.
Tólfan og hinir íslensku stuðningsmennirnir vöktu verðskuldaða athygli á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslendingar létu vel í sér heyra þrátt fyrir að vera alltaf yfirmannaðir í stúkunni.
Víkingaklappið einfaldlega sigraði heiminn og er nú notað út um allan heim við allskonar tilefni. Það er erfitt að mótmæla vali Four Four Two á bestu stuðningsmönnunum en í umsögn um Íslendingana segir:
„Enginn gaf liðinu þeirra séns á EM 2016 en íslensku stuðningsmennirnir studdu við bakið á sínu liði sem uppskar kraftaverkið sem það átti skilið. Það er ef það má kallað það kraftaverk að vinna England.“
Í spilaranum hér að ofan má sjá Aron Einar Gunnarsson stýra Víkingaklappinu eftir sigurinn á Englandi í Hreiðrinu í Nice með bestu stuðningsmönnum ársins 2016.
Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið





Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti

Bradley Beal til Clippers
Körfubolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti


Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti
