Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 12:53 Steingrímur J. Sigfússon við þingsetninguna í gær. Vísir/Ernir Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira