Sport

Annað Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hrafnhildur komst ekki í úrslit.
Hrafnhildur komst ekki í úrslit. vísir/epa
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi í nótt á HM í 25 metra laug sem fram fer í Kanada þessa dagana. Hún bætti einnig metið í undanrásum en í nótt synti hún metrana 50 á 30,47 sekúndum.

Hrafnhildur komst þó ekki í úrslit í greininni en hún varð í heildina í 14. sæti. Aðeins átta bestu sundkonurnar komust í úrslitasundið sem fram fer seinna í kvöld.

Til þess að komast í úrslit hefði Hrafnhildur, sem hefur annars átt frábært ár, þurft að synda á 30,33 sekúndum.

Hrafnhildur keppir næst á föstudaginn í 100 metra bringusundi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×