Nýkjörið Alþingi kom saman í fyrsta skipti í dag, tæpum sex vikum frá því að kosningar fóru fram. Frá því var greint frá á Vísi í dag að Hanna Katrín Friðriksson hefði verið kjörinn þingflokksformaður Viðreisnar.
Nú hafa allir þeir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi kosið sér þingflokksformann. Þeir eru eftirfarandi:
Björt framtíð: Björt Ólafsdóttir
Framsóknarflokkurinn: Þórunn Egilsdóttir
Píratar: Birgitta Jónsdóttir
Samfylkingin: Oddný G. Harðardóttir
Sjálfstæðisflokkurinn: Guðlaugur Þór Þórðarson
Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson
Vinstrihreyfingin - grænt framboðs: Svandís Svavarsdóttir
Allir flokkar hafa kosið sér þingflokksformann

Tengdar fréttir

Hanna Katrín kjörin þingflokksformaður Viðreisnar
Hanna Katrín Friðriksson hefur að auki gegnt fjölda trúnaðarstarfa, meðal annars fyrir íþróttahreyfinguna og Menntamálaráðuneytið.