Sport

Eygló Ósk komst ekki í undanúrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/EPA
Íþróttamaður ársins, Eygló Ósk Gústafsdóttir, komst ekki í undanúrslit í 100 metra baksundi í dag á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer þessa dagana í Windsor í Kanada.

Eygló Ósk synti 100 metra baksundið á 58,49 sekúndum í undanrásunum og var með tuttugasta besta tímann í undanúrslitunum. Hún var 2,47 sekúndum á eftir besta tímanum og 0,41 sekúndu frá því að komast í undanúrslit.

Eygló Ósk synti í næstsíðasta riðlinum og var með sjötta besta tímann í sínum riðli. Eygló Ósk var í sjöunda sæti eftir 50 metra en þá synti hún á 28,41 sekúndum. Hún hækkaði

Íslandsmet Eyglóar Óskar er orðið ársgamalt eða þegar hún synti á 57,42 sekúndum og tryggði sér bronsverðlaun á EM í Netanya í Ísrael 3. desember í fyrra. Eygló Ósk var því talsvert frá sínu besta en Íslandsmetið hennar hefði skilað henni níunda besta tímanum..

Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í undanúrslit fyrr í dag þegar hún setti nýtt Íslandsmet í 50 metra bringusundi og náði fimmtánda besta tímanum í undanrásum.  

Viktor Vilbergsson úr SH synti á undan 100 metra bringusund á tímanum 1:01,63 mínútum og varð í 56. sæti í greininni.

Síðasti tíminn inn í milliriðlana í 100 metra bringusundinu var sund upp á 58,18 sekúndur en Íslandsmetið á Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi. Jakob setti það í Reykjavík árið 2009. en metið hans er sund upp á 58,90 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×