Dani verður næsti fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Thomas Bjorn með Ryder-bikarinn. Vísir/Getty Daninn Thomas Bjorn verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu þegar Ryder-bikarinn fer næst fram í París árið 2018. Thomas Bjorn hefur sjálfur unnið Ryder-bikarinn þrisvar sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem varafyrirliði. Hinn 45 ára gamli Thomas Bjorn verður aðeins fjórði maðurinn utan Bretlandseyja sem stýrir Evrópuliðinu. Hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal sem og Þjóðverjinn Bernhard Langer. Thomas Bjorn hreppti fyrirliðastöðuna á undan Paul Lawrie sem kom einnig til greina. Thomas Bjorn var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum 1997, 2002 og 2014 en hann hefur alls unnið fimmtán mót á Evrópumótaröðinni. Congratulations @thomasbjorngolf#RyderCup#TeamEuropeCaptainpic.twitter.com/yk2BFqZf2A — Justin Rose (@JustinRose99) December 6, 2016 Næsti Ryder-bikar fer fram árið 2018 á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yvelines sem er 25 kílómetra frá miðborg Parísar. Evrópa tapaði 17-11 á móti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum fyrr á þessu ári en Evrópuliðið hafði áður unnið 2010, 2012 og 2014.Thomas Bjorn tekur við starfi Darren Clarke sem var fyrirliðinn í ár.No prizes for guessing @ThomasBjornGolf's favourite Ryder Cup moment? pic.twitter.com/YHWM0YRVY9— Ryder Cup Team EUR (@RyderCupEurope) December 6, 2016 Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Daninn Thomas Bjorn verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu þegar Ryder-bikarinn fer næst fram í París árið 2018. Thomas Bjorn hefur sjálfur unnið Ryder-bikarinn þrisvar sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem varafyrirliði. Hinn 45 ára gamli Thomas Bjorn verður aðeins fjórði maðurinn utan Bretlandseyja sem stýrir Evrópuliðinu. Hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal sem og Þjóðverjinn Bernhard Langer. Thomas Bjorn hreppti fyrirliðastöðuna á undan Paul Lawrie sem kom einnig til greina. Thomas Bjorn var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum 1997, 2002 og 2014 en hann hefur alls unnið fimmtán mót á Evrópumótaröðinni. Congratulations @thomasbjorngolf#RyderCup#TeamEuropeCaptainpic.twitter.com/yk2BFqZf2A — Justin Rose (@JustinRose99) December 6, 2016 Næsti Ryder-bikar fer fram árið 2018 á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yvelines sem er 25 kílómetra frá miðborg Parísar. Evrópa tapaði 17-11 á móti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum fyrr á þessu ári en Evrópuliðið hafði áður unnið 2010, 2012 og 2014.Thomas Bjorn tekur við starfi Darren Clarke sem var fyrirliðinn í ár.No prizes for guessing @ThomasBjornGolf's favourite Ryder Cup moment? pic.twitter.com/YHWM0YRVY9— Ryder Cup Team EUR (@RyderCupEurope) December 6, 2016
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira