Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2016 12:43 Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Vísir/GVA Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15