Enn meiri seinkun á Tesla Model 3 líkleg Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 12:16 Tesla Model 3. Tesla hefur yfirleitt ekki staðið við áður uppgefnar tímasetningar á útkomu nýrra bíla sinna og engin breyting virðist ætla að vera á í tilfelli hins komandi Tesla Model 3 bíls. Í núverandi áætlunum Tesla á framleiðslan að hefjast um mitt ár 2017 og að fullum afköstum við framleiðslu hans verði náð í enda þess árs. Nýjustu getgátur frá sérfræðingi hjá Morgan Stanley benda hinsvegar til þess að Tesla muni fresta framleiðslunni til sumars ársins 2018 og að fyrstu bílarnir verði afhentir seint á því ári. Yrði það heils árs seinkun á þessum bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Það gæti reyndar orðið til þess að margir af þeim sem pantað hafa bílinn hætti við og nenni einfaldlega ekki að bíða svo lengi eftir bílnum sem það hefur pantað. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að framleiðslugetan árið 2019 verði orðin 60.000 bílar og 130.000 bílar árið 2020. Það dugar skammt uppí 400.000 pantanir. Það myndi þýða að þeir sem ekki voru með fyrri skipunum að panta Model 3 fá ekki bíl sinn afhentan fyrr en árið 2021 eða 2022, eða eftir 5 til 6 ár. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent
Tesla hefur yfirleitt ekki staðið við áður uppgefnar tímasetningar á útkomu nýrra bíla sinna og engin breyting virðist ætla að vera á í tilfelli hins komandi Tesla Model 3 bíls. Í núverandi áætlunum Tesla á framleiðslan að hefjast um mitt ár 2017 og að fullum afköstum við framleiðslu hans verði náð í enda þess árs. Nýjustu getgátur frá sérfræðingi hjá Morgan Stanley benda hinsvegar til þess að Tesla muni fresta framleiðslunni til sumars ársins 2018 og að fyrstu bílarnir verði afhentir seint á því ári. Yrði það heils árs seinkun á þessum bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Það gæti reyndar orðið til þess að margir af þeim sem pantað hafa bílinn hætti við og nenni einfaldlega ekki að bíða svo lengi eftir bílnum sem það hefur pantað. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að framleiðslugetan árið 2019 verði orðin 60.000 bílar og 130.000 bílar árið 2020. Það dugar skammt uppí 400.000 pantanir. Það myndi þýða að þeir sem ekki voru með fyrri skipunum að panta Model 3 fá ekki bíl sinn afhentan fyrr en árið 2021 eða 2022, eða eftir 5 til 6 ár.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent