Nýr björgunarbíll með utanáliggjandi veltigrind Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 09:51 Vígalegur nýi bíllinn hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók nýverið í notkun mikið breyttan bíl til notkunar við björgunarstörf sín. Hann er af gerðinni Toyota Hilux Double Cab og breyttur fyrir 44 tommu dekk. Bíllinn er af árgerð 2015 og með 3,0 lítra dísilvél og sjálfskiptur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum til að auka áreiðanleika hans í krefjandi aðstæðum. Þessi bíll mun leysa af Toyota Land Cruiser 150 bíl sem var seldur á síðasta ári. Í eigu sveitarinnar er annar Toyota Land Cruiser 80, breyttur fyrir 46 tommu dekk. Til gamans má geta að sveitin fékk þann bíl afhentan fyrir rúmum 20 árum og á hann enn tryggan sess í sveitinni og hefur reynst gríðarvel þrátt fyrir háan aldur. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á þeim bíl síðastliðið ár. Breytir sá um smíðina Meðlimir bílaflokks sveitarinnar ákváðu hvernig bíl skildi kaupa og hvaða aðila skildi velja til breytinga á bílnum og varð jeppaþjónustan Breytir valin til verksins. Bíllinn er búinn öllum þeim búnaði sem góður hjálparsveitarbíll þarf að hafa, allan sjúkrabúnað svo sem sjúkratösku, börur og hryggbretti, en einnig er bíllinn útbúinn verkfærum og spilbúnaði. Á bílnum er gríðarlega öflugur ljósabúnaður, bæði vinnuljós allan hringinn og auka aksturljós. Mikið af fjarskiptabúnað er í bílnum svo sem Tetra talstöð, vhf talstöð, sími og 4G netkerfi ásamt spjaldtölvu og GPS tæki. Radíóraf sá um allan rafmagnsbúnað í bílinn. Hásingar úr Nissan Patrol Meðal breytinga á bílnum er fólgin í lengingu pallsins um rúma 30 cm og er hann nú ríflega 180 cm á lengd. Hægt er að opna allar hliðar pallhúsins til að auka og bæta aðgengi að þeim búnaði sem geymdur er í palli bílsins. Tekin var ákvörðun að nota ekki upprunalegan hjólabúnað bílsins heldur nota hjólabúnað úr Nissan Patrol til að auka styrk bílsins. Bílinn er því ekki lengur með sjálfstæða fjöðrun að framan heldur á heilli hásingu bæði framan að aftan. Bíllinn er með loftpúðafjöðrun að aftan en gormafjöðrun að framan. Hann er útbúinn skriðgír, Nissan Patrol millakassa og loftstýrðum driflæsingum að framan og aftan. Þá er öflug reimdrifin loftdæla í bílnum og loftkerfi til að virkja driflæsingar og úrhleypibúnað fyrir dekk bílsins. Í honum eru þrír stórir eldsneytistankar og getur hann því verið lengi á fjöllum. Utanáliggjandi veltibúr var sett á bílinn til að auka öryggi og framan á bílinn var settur sterkur stuðari úr áli. Við afhendingu bílsins. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók nýverið í notkun mikið breyttan bíl til notkunar við björgunarstörf sín. Hann er af gerðinni Toyota Hilux Double Cab og breyttur fyrir 44 tommu dekk. Bíllinn er af árgerð 2015 og með 3,0 lítra dísilvél og sjálfskiptur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum til að auka áreiðanleika hans í krefjandi aðstæðum. Þessi bíll mun leysa af Toyota Land Cruiser 150 bíl sem var seldur á síðasta ári. Í eigu sveitarinnar er annar Toyota Land Cruiser 80, breyttur fyrir 46 tommu dekk. Til gamans má geta að sveitin fékk þann bíl afhentan fyrir rúmum 20 árum og á hann enn tryggan sess í sveitinni og hefur reynst gríðarvel þrátt fyrir háan aldur. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á þeim bíl síðastliðið ár. Breytir sá um smíðina Meðlimir bílaflokks sveitarinnar ákváðu hvernig bíl skildi kaupa og hvaða aðila skildi velja til breytinga á bílnum og varð jeppaþjónustan Breytir valin til verksins. Bíllinn er búinn öllum þeim búnaði sem góður hjálparsveitarbíll þarf að hafa, allan sjúkrabúnað svo sem sjúkratösku, börur og hryggbretti, en einnig er bíllinn útbúinn verkfærum og spilbúnaði. Á bílnum er gríðarlega öflugur ljósabúnaður, bæði vinnuljós allan hringinn og auka aksturljós. Mikið af fjarskiptabúnað er í bílnum svo sem Tetra talstöð, vhf talstöð, sími og 4G netkerfi ásamt spjaldtölvu og GPS tæki. Radíóraf sá um allan rafmagnsbúnað í bílinn. Hásingar úr Nissan Patrol Meðal breytinga á bílnum er fólgin í lengingu pallsins um rúma 30 cm og er hann nú ríflega 180 cm á lengd. Hægt er að opna allar hliðar pallhúsins til að auka og bæta aðgengi að þeim búnaði sem geymdur er í palli bílsins. Tekin var ákvörðun að nota ekki upprunalegan hjólabúnað bílsins heldur nota hjólabúnað úr Nissan Patrol til að auka styrk bílsins. Bílinn er því ekki lengur með sjálfstæða fjöðrun að framan heldur á heilli hásingu bæði framan að aftan. Bíllinn er með loftpúðafjöðrun að aftan en gormafjöðrun að framan. Hann er útbúinn skriðgír, Nissan Patrol millakassa og loftstýrðum driflæsingum að framan og aftan. Þá er öflug reimdrifin loftdæla í bílnum og loftkerfi til að virkja driflæsingar og úrhleypibúnað fyrir dekk bílsins. Í honum eru þrír stórir eldsneytistankar og getur hann því verið lengi á fjöllum. Utanáliggjandi veltibúr var sett á bílinn til að auka öryggi og framan á bílinn var settur sterkur stuðari úr áli. Við afhendingu bílsins.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent