Conor mun leika í annarri af tveimur síðustu þáttaröðum Game of Thrones en þetta kom fyrst fram hjá Belfast Live. Þetta er haft eftir heimildarmanni en fjöldinn allur af fjölmiðlum er búinn að taka upp fréttina enda Conor einn vinsælasti íþróttamaður heims og GoT vinsælasti sjónvarpsþáttur heims.
Það á eftir að koma í ljós hvaða hlutverk hann fær en þetta virðist vera klappað og klárt þar sem leikstjórnendur þáttanna eru miklir aðdáendur Conors og UFC, að því fram kemur í fréttum erlendra miðla.
„Það er búið að komast að samkomulagi um að Conor um koma fram í annarri af tveimur síðustu þáttaröðunum,“ er haft eftir heimildamanninum.
Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Conor kemst í návígi við Game of Thrones því í október 2015 glímdi hann stuttlega við íslenska vöðvafjallið Hafþór Júlíus Björnsson, einn sterkasta mann heims, sem leikur í þáttunum.
Óvíst er hvað Conor gerir næst í UFC en búið er að taka af honum fjaðurvigtarbeltið sem hann vann á síðasta ári með því að rota Jose Aldo á tólf sekúndum.