Guðni sefur á ákvörðun sinni fram yfir áramót Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. desember 2016 07:00 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45
Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00