Valsmenn slógu annað úrvalsdeildarlið út úr bikarnum | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:18 Valsmenn fagna í kvöld. Vísir/Ernir 1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira