Bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 21:35 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“ Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54