Vildi koma sterkari til baka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 06:00 Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í hópi markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. vísir/ernir Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira