Haukar unnu sinn sjöunda leik í röð í Olís-deild karla í handbolta þegar þeir sóttu Fram heim í kvöld. Lokatölur 30-32, Haukum í vil.
Fram vann fyrsta leik liðanna í vetur, 37-41, og var nálægt því að endurtaka leikinn í kvöld.
Janus Daði Smárason skoraði 11 mörk fyrir Hauka, þ.á.m. þrjú síðustu mörk liðsins í leiknum. Daníel Þór Ingason kom næstur með sjö mörk en hann hefur spilað virkilega vel upp á síðkastið.
Eftir erfiða byrjun unnu Frammarar sig vel inn í leikinn og þeir náðu forystunni um miðbik seinni hálfleik. Þá stigu Haukar aftur á bensíngjöfina og bjuggu til smá forskot sem dugði til að vinna leikinn.
Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði níu mörk fyrir Fram sem er komið í fallsæti eftir fimm töp í röð.
Mörk Fram:
Arnar Birkir Hálfdánarson 9, Andri Þór Helgason 4/3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Valdimar Sigurðsson 3, Ragnar Þór Kjartansson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2.
Mörk Hauka:
Janus Daði Smárason 11/1, Daníel Þór Ingason 7, Guðmundur Árni Ólafsson 4/1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Elías Már Halldórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1.
Sjöundi sigur Hauka í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Fleiri fréttir
