Qvortrup áfrýjar ekki Se og Hør-dómnum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2016 22:13 Henrik Qvortrup var aðalritstjóri blaðsins á árunum 2001 til 2008. Vísir/Getty Henrik Qvortrup, fyrrverandi ritstjóri slúðurblaðsins Se og Hør, hefur ákveðið að áfrýja ekki fimmtán mánaða fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Honum þykir þó dómurinn strangur. Qvortrup sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld. Hann ásamt fimm fyrrverandi starfsmönnum blaðsins hlutu dóma fyrir að hafa fengið hakkara til að stela kreditkortaupplýsingum frægs fólks og vinna fréttir upp úr færslunum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á hinum dæmdu voru leikararnir Mads Mikkelsen og Pelle Hvenegaard, forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, Jóakim prins, lögmaðurinn og viðskiptamaðurinn Rigmor Zobel, og Lene Nystrøm, söngkona Aqua. Brotin áttu sér stað á árunum 2002 til 2008. Dómstóllinn dæmdi Qvortrup í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna. Hann segir að hann komi ekki til með að áfrýja þar sem hann vilji nú ljúka málinu „sem hafi vegið þungt á honum í tæp þrjú ár og snúa að málum sem áttu sér stað fyrir næstum níu árum.“ Það sé ekki síst fjölskyldu sinnar vegna sem hann vilji ljúka málinu. Af þeim fimm sem hlutu dóma í síðustu viku er hakkarinn sá eini sem hefur áfrýjað dómnum. Kóngafólk Tengdar fréttir Fyrrverandi aðalritstjóri Se og Hør dæmdur til fangelsisvistar Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun Henrik Qvortrup í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stuld á kortaupplýsingum frægs fólks og að vinna upp úr þeim fréttir. 24. nóvember 2016 13:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Henrik Qvortrup, fyrrverandi ritstjóri slúðurblaðsins Se og Hør, hefur ákveðið að áfrýja ekki fimmtán mánaða fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Honum þykir þó dómurinn strangur. Qvortrup sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld. Hann ásamt fimm fyrrverandi starfsmönnum blaðsins hlutu dóma fyrir að hafa fengið hakkara til að stela kreditkortaupplýsingum frægs fólks og vinna fréttir upp úr færslunum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á hinum dæmdu voru leikararnir Mads Mikkelsen og Pelle Hvenegaard, forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, Jóakim prins, lögmaðurinn og viðskiptamaðurinn Rigmor Zobel, og Lene Nystrøm, söngkona Aqua. Brotin áttu sér stað á árunum 2002 til 2008. Dómstóllinn dæmdi Qvortrup í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna. Hann segir að hann komi ekki til með að áfrýja þar sem hann vilji nú ljúka málinu „sem hafi vegið þungt á honum í tæp þrjú ár og snúa að málum sem áttu sér stað fyrir næstum níu árum.“ Það sé ekki síst fjölskyldu sinnar vegna sem hann vilji ljúka málinu. Af þeim fimm sem hlutu dóma í síðustu viku er hakkarinn sá eini sem hefur áfrýjað dómnum.
Kóngafólk Tengdar fréttir Fyrrverandi aðalritstjóri Se og Hør dæmdur til fangelsisvistar Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun Henrik Qvortrup í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stuld á kortaupplýsingum frægs fólks og að vinna upp úr þeim fréttir. 24. nóvember 2016 13:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Fyrrverandi aðalritstjóri Se og Hør dæmdur til fangelsisvistar Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun Henrik Qvortrup í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stuld á kortaupplýsingum frægs fólks og að vinna upp úr þeim fréttir. 24. nóvember 2016 13:38