Gjaldeyristekjur af þjónustu verði meiri en af vöruútflutningi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 14:06 Ferðaþjónusta dregur vagninn í vexti á gjaldeyristekjum vegna þjónustu. vísir/pjetur Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent). Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent).
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira