Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Snærós Sindradóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp. vísir/eyþór Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira