Avocado- og súkkulaðismákökur Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 19. desember 2016 20:00 Uppskriftin dugar í um það bil tuttugu og fimm litlar smákökur. Mynd/Hildur Hildur Rut Ingimarsdóttir hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hildur er sniðug í eldhúsinu og er sífellt að prófa sig áfram. Hún gaf nýverið út matreiðslubókina Avocado en í henni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn. Fyrir jólin bakar Hildur mikið af smákökum og deilir hún hér uppskrift að avocado- og súkkulaðismákökum sem bragðast vel.Súkkulaðismákökur1 avocado3 msk. akasíuhunang2 msk. hnetusmjör1 tsk. vanilludropar1 egg2 msk. kakóduft100 gr suðusúkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar Hrærið saman avocado, hunangi, hnetusmjöri, vanilludropum og eggi þangað til að blandan verður silkimjúk. Gott er að nota hrærivél. Bætið kakóduftinu við. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við með skeið. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Bakið við 180°C í 10 mínútur. Hildur Rut Ingimarsdóttir er sniðug í eldhúsinu, en hún gaf nýverið út bókina Avocado. Í bókinni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn.Mynd/Ingimar Þór Friðriksson Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist
Hildur Rut Ingimarsdóttir hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hildur er sniðug í eldhúsinu og er sífellt að prófa sig áfram. Hún gaf nýverið út matreiðslubókina Avocado en í henni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn. Fyrir jólin bakar Hildur mikið af smákökum og deilir hún hér uppskrift að avocado- og súkkulaðismákökum sem bragðast vel.Súkkulaðismákökur1 avocado3 msk. akasíuhunang2 msk. hnetusmjör1 tsk. vanilludropar1 egg2 msk. kakóduft100 gr suðusúkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar Hrærið saman avocado, hunangi, hnetusmjöri, vanilludropum og eggi þangað til að blandan verður silkimjúk. Gott er að nota hrærivél. Bætið kakóduftinu við. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við með skeið. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Bakið við 180°C í 10 mínútur. Hildur Rut Ingimarsdóttir er sniðug í eldhúsinu, en hún gaf nýverið út bókina Avocado. Í bókinni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn.Mynd/Ingimar Þór Friðriksson
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist