Var hreinlega sleginn út úr hringnum í síðasta bardaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 15:00 Bernard Hopkins á leið út úr hringnum. Vísir/Getty Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016 Box Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016
Box Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira