Arnór bjartsýnn á að vera með á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 07:00 Á batavegi. Arnór spilar vonandi með Álaborg á Þorláksmessu. fréttablaðið/ernir „Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
„Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira