Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 19:30 Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira