Grét yfir bréfum frá konum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 17. desember 2016 09:00 Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann stofnuðu tímaritið Blæti. Mynd/Blæti Tískutímaritið BLÆTI kom út í vikunni, viðamikið, ljóðrænt tímarit stofnað af Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara og Ernu Bergmann, hönnuði og stílista. Tímaritið er öllu heldur bókverk, það er fjögur hundruð blaðsíður og inniheldur fjölbreytta efnisþætti, þar sem teflt er saman texta og ljósmyndum. Þær Saga og Erna hafa unnið sleitulaust og reyndar launalaust að útgáfunni undanfarna þrjá mánuði. Að baki útgáfunni er ástríða og ákveðin ósk. „Okkur fannst vanta vettvang þar sem við gátum unnið óhindrað að sköpun okkar,“ segir Erna. „Í tímaritinu reynum við að endurspegla það að okkar kynslóð fagnar fjölbreytileikanum á allan hátt. Bæði í efni að því leyti að við skoðum fegurðina frá alls konar sjónarhornum og brjótum staðalmyndir. En líka í vinnu okkar og annarra sem koma að blaðinu,“ segir Saga.Meginþráður í bókinni er virðing fyrir konum.Mynd: Saga Sig - Húð: Fríða María Harðardóttir„Okkar kynslóð er breytingaafl. Því við viljum fagna því sem við getum gert og draumum okkar. Það er ekki lengur þannig að lífið snúist um eitthvað eitt. Þú þarft ekki að velja eitt fag í lífinu. Ég er til dæmis ljósmyndari, leikstjóri, kennari, tek myndir og mála. Og Erna er líka að gera svo margt, hún er hönnuður, stílisti og listrænn stjórnandi og fleira,“ segir Saga og Erna tekur undir. „Ég held að það sé margt að breytast í samfélaginu með okkar kynslóð, hún færir mjúka kvenlæga orku. Það er mikilvægt að uppfylla þarfir sínar og hlúa að því sem í okkur býr. Kannski fannst okkur að í þessum iðnaði væri ekki rými fyrir það og við ákváðum að búa til þetta rými fyrir okkur,“ segir Erna.Úr myndaþætti með Ásdísi Rán.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Fríða María HarðardóttirKulnun í einsleitum bransa Þær segjast báðar hafa verið orðnar þreyttar á iðnaðinum, endurtekningum, skorti á virðingu fyrir vinnuframlagi, skorti á virðingu fyrir hugmyndum. „Ég var úti í London í nærri átta ár. Ég var að deyja inni í mér. Það er svo mikið af reglum og svo mikil yfirbygging. Skilaboðin koma langt að ofan. Ég óskaði þess oft að fá að leika mér meira, vera með meiri fjölbreytni í módelvali. Hreint út sagt varð ég stundum leið á því sem ég var að gera. Ég hef síðan stöðugt verið að brjóta mig út úr rammanum,“ segir Saga. „Ég fann líka fyrir kulnun í starfi. Þessari hörku og skorti á virðingu. Ég ákvað að taka ábyrgð á því. Með því að gera hlutina sjálfar getum við bæði gert það sem við elskum á okkar hátt og fengið greitt. Við vöknuðum eldsnemma á morgnana í öllu vinnuferlinu. Og vorum alltaf ánægðar þó að við værum stundum þreyttar,“ segir Erna og segir það að vinna með rétta fólkinu skipti miklu máli. „Samstarfið er okkur allt,“ bætir Erna við og Saga tekur undir.Að baki útgáfunni er mikil ástríða.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Fríða MaríaSamstarf og samtal „Það er svolítið skrítið að fólk sem er sérfræðingar í förðun, búningagerð og slíku fær ekki næga virðingu hér á landi. Erlendis er þetta fólk stórstjörnur. Þessu þarf að breyta,“ segir Saga ákveðin. Erna minnist atviks úr eigin lífi. „Ég vann einu sinni að kvikmynd og lækkaði mig mikið í launum. Svo fer ég á frumsýningu. Nafnið mitt kom ekki einu sinni upp. Þetta var sárt. Auðvitað geta orðið svona mistök, ég hef gert slík mistök sjálf. Meira að segja í þessari bók. En þetta atvik er samt lýsandi,“ segir hún.Táknrænt nafnEn hvað skyldi hafa sameinað þær? „Já, við elskum báðar bækur. Erum eiginlega bókapervertar,“ segir Saga og hlær. „Ég kom oft í heimsókn til Ernu og fór beint í bókahillurnar hennar til að strjúka fallegu bókunum hennar sem hún safnar.“ „Ég elska lyktina af pappír og að koma við hann. Það er kannski þarna sem hugmyndin kemur að nafninu, Blæti,“ segir Erna og tekur undir með Sögu. „Þetta nafn kom upp snemma í undirbúningsferlinu. Það er táknrænt. Blæti finnst mér byggja á ástríðu, það er eitthvað alveg sérstakt sem þú verður hugfanginn af, vilt eiga hlut í. Hvað sem það er, hlutur, texti, hugmynd, mynd,“ segir Erna.Ásdís Rán.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Fríða María HarðardóttirFjórar á við tuttugu Auk Ernu og Sögu standa Helga Dögg Ólafsdóttir, grafískur hönnuður, og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir að BLÆTI. „Sigrún hefur sterka sýn og gott auga fyrir fegurð og er vinkona okkar. Við Helga unnum saman í útskriftarverkefni Helgu úr Listaháskólanum. Verkefnið fjallaði um staðalmyndir fatlaðra í auglýsingum. Það er einmitt ein auglýsing í blaðinu fyrir Húrra þar sem við byggjum á vinnu Helgu,“ segir Saga frá. „Sambærileg blöð erlendis hafa kannski tuttugu starfsmenn en við erum fjórar,“ segir Erna.Forsíða BLÆTI er einkar glæsileg en hana prýðir Margrét Bjarnadóttir.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Steinunn ÞórðardóttirÁ meðal listamanna sem leggja til efni í blaðið eru Auður Ava rithöfundur sem skrifar um myndaþátt Sögu í blaðinu Konur, Gerður Kristný sem skrifar um systkini, Bergur Ebbi sem skrifar ljóð. Arnar Freyr Frostason skrifar um kúgun og feðraveldi í tengslum við myndaþátt sem Ásdís Rán Gunnarsdóttir situr fyrir í. Forsíðuefnið er samtal tveggja listamanna, Margrétar Bjarnadóttur og Haralds Jónssonar. „Við erum ekki með neitt viðtal heldur erum við með samtal þessara tveggja listamanna. Þetta samtal situr enn í mér. Þau ræða um það að vaxa úr grasi, hvernig tilfinningalífið glæðir sköpunarþörfina og öfugt. Þau segja opinskátt frá hugsunum sínum og snerta á hlutum sem ég hélt til dæmis að ég ein hefði upplifað,“ segir Erna frá.Allar konur eru alvöru konur Meginþráður í bókinni er virðing fyrir konum. Bæði nota þær óhefðbundin módel í myndatökur og beina athyglinni oft inn á við. „Auður Ava skrifaði textann við myndaþátt minn um konur. Vinnan við þann myndaþátt er eftirminnilegastur í þessu ferli öllu saman. Og í raun það sem ég vil standa fyrir,“ segir Saga. Saga við Snæfellsjökul #timaritidblaeti #behindthescenes #66north #leicam @66north A photo posted by BLÆTI ➖> 14. desember 2016 (@timaritidblaeti) on Nov 6, 2016 at 9:54am PST Myndaþátturinn sem hún vísar til hefur líkama kvenna og landslag til umfjöllunar. „Ég sé mikla fegurð í að við erum misjöfn. Mér finnst líkaminn vera landslag. Ég er á móti auglýsingum eins frá Dove, „Hér eru alvöru konur!“ segir í auglýsingunni. Það finnst mér vond skilaboð. Við erum allar alvöru konur,“ segir Saga. Magic⚡️ Á vinnustofu listamannsins Hrafnkels Sigurðssonar ⚡️ #bakviðtjöldin #timaritidblaeti A video posted by BLÆTI ➖> 14. desember 2016 (@timaritidblaeti) on Nov 22, 2016 at 6:12am PST „Ég auglýsti eftir konum í þennan myndaþátt og fékk fjölmörg bréf þar sem konur lýstu því af hverju þær vildu koma í myndatöku. Margar vildu komast yfir hatur á eigin líkama eða skömm. Ég sat og hágrét yfir þessum bréfum. Í London vann ég fyrir mörg undirfatafyrirtæki og það sem ég komst að er að það er sjálfsástin sem gerir fólk fallegt. Það skiptir engu máli hversu marga pilates-tíma fólk fer í eða hvað það gerir. Fegurðin kemur alltaf að innan og stafar af virðingu og ást. Ég þoli ekki að þessi sjálfsást geti minnkað og jafnvel horfið. Við sjáum of mikið af því sem er ekki satt, fegrað og oft það sama aftur og aftur. Þess vegna er fjölbreytnin svo mikilvæg,“ segir Saga. Tímaritið er til sölu í verslunum Eymundsson. „Blaðið er kveikja, við viljum smita fólk af blæti fyrir fjölbreytni og fegurð,“ segir Erna. A video posted by BLÆTI ➖> 14. desember 2016 (@timaritidblaeti) on Dec 5, 2016 at 4:03pm PST Menning Tíska og hönnun Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tískutímaritið BLÆTI kom út í vikunni, viðamikið, ljóðrænt tímarit stofnað af Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara og Ernu Bergmann, hönnuði og stílista. Tímaritið er öllu heldur bókverk, það er fjögur hundruð blaðsíður og inniheldur fjölbreytta efnisþætti, þar sem teflt er saman texta og ljósmyndum. Þær Saga og Erna hafa unnið sleitulaust og reyndar launalaust að útgáfunni undanfarna þrjá mánuði. Að baki útgáfunni er ástríða og ákveðin ósk. „Okkur fannst vanta vettvang þar sem við gátum unnið óhindrað að sköpun okkar,“ segir Erna. „Í tímaritinu reynum við að endurspegla það að okkar kynslóð fagnar fjölbreytileikanum á allan hátt. Bæði í efni að því leyti að við skoðum fegurðina frá alls konar sjónarhornum og brjótum staðalmyndir. En líka í vinnu okkar og annarra sem koma að blaðinu,“ segir Saga.Meginþráður í bókinni er virðing fyrir konum.Mynd: Saga Sig - Húð: Fríða María Harðardóttir„Okkar kynslóð er breytingaafl. Því við viljum fagna því sem við getum gert og draumum okkar. Það er ekki lengur þannig að lífið snúist um eitthvað eitt. Þú þarft ekki að velja eitt fag í lífinu. Ég er til dæmis ljósmyndari, leikstjóri, kennari, tek myndir og mála. Og Erna er líka að gera svo margt, hún er hönnuður, stílisti og listrænn stjórnandi og fleira,“ segir Saga og Erna tekur undir. „Ég held að það sé margt að breytast í samfélaginu með okkar kynslóð, hún færir mjúka kvenlæga orku. Það er mikilvægt að uppfylla þarfir sínar og hlúa að því sem í okkur býr. Kannski fannst okkur að í þessum iðnaði væri ekki rými fyrir það og við ákváðum að búa til þetta rými fyrir okkur,“ segir Erna.Úr myndaþætti með Ásdísi Rán.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Fríða María HarðardóttirKulnun í einsleitum bransa Þær segjast báðar hafa verið orðnar þreyttar á iðnaðinum, endurtekningum, skorti á virðingu fyrir vinnuframlagi, skorti á virðingu fyrir hugmyndum. „Ég var úti í London í nærri átta ár. Ég var að deyja inni í mér. Það er svo mikið af reglum og svo mikil yfirbygging. Skilaboðin koma langt að ofan. Ég óskaði þess oft að fá að leika mér meira, vera með meiri fjölbreytni í módelvali. Hreint út sagt varð ég stundum leið á því sem ég var að gera. Ég hef síðan stöðugt verið að brjóta mig út úr rammanum,“ segir Saga. „Ég fann líka fyrir kulnun í starfi. Þessari hörku og skorti á virðingu. Ég ákvað að taka ábyrgð á því. Með því að gera hlutina sjálfar getum við bæði gert það sem við elskum á okkar hátt og fengið greitt. Við vöknuðum eldsnemma á morgnana í öllu vinnuferlinu. Og vorum alltaf ánægðar þó að við værum stundum þreyttar,“ segir Erna og segir það að vinna með rétta fólkinu skipti miklu máli. „Samstarfið er okkur allt,“ bætir Erna við og Saga tekur undir.Að baki útgáfunni er mikil ástríða.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Fríða MaríaSamstarf og samtal „Það er svolítið skrítið að fólk sem er sérfræðingar í förðun, búningagerð og slíku fær ekki næga virðingu hér á landi. Erlendis er þetta fólk stórstjörnur. Þessu þarf að breyta,“ segir Saga ákveðin. Erna minnist atviks úr eigin lífi. „Ég vann einu sinni að kvikmynd og lækkaði mig mikið í launum. Svo fer ég á frumsýningu. Nafnið mitt kom ekki einu sinni upp. Þetta var sárt. Auðvitað geta orðið svona mistök, ég hef gert slík mistök sjálf. Meira að segja í þessari bók. En þetta atvik er samt lýsandi,“ segir hún.Táknrænt nafnEn hvað skyldi hafa sameinað þær? „Já, við elskum báðar bækur. Erum eiginlega bókapervertar,“ segir Saga og hlær. „Ég kom oft í heimsókn til Ernu og fór beint í bókahillurnar hennar til að strjúka fallegu bókunum hennar sem hún safnar.“ „Ég elska lyktina af pappír og að koma við hann. Það er kannski þarna sem hugmyndin kemur að nafninu, Blæti,“ segir Erna og tekur undir með Sögu. „Þetta nafn kom upp snemma í undirbúningsferlinu. Það er táknrænt. Blæti finnst mér byggja á ástríðu, það er eitthvað alveg sérstakt sem þú verður hugfanginn af, vilt eiga hlut í. Hvað sem það er, hlutur, texti, hugmynd, mynd,“ segir Erna.Ásdís Rán.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Fríða María HarðardóttirFjórar á við tuttugu Auk Ernu og Sögu standa Helga Dögg Ólafsdóttir, grafískur hönnuður, og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir að BLÆTI. „Sigrún hefur sterka sýn og gott auga fyrir fegurð og er vinkona okkar. Við Helga unnum saman í útskriftarverkefni Helgu úr Listaháskólanum. Verkefnið fjallaði um staðalmyndir fatlaðra í auglýsingum. Það er einmitt ein auglýsing í blaðinu fyrir Húrra þar sem við byggjum á vinnu Helgu,“ segir Saga frá. „Sambærileg blöð erlendis hafa kannski tuttugu starfsmenn en við erum fjórar,“ segir Erna.Forsíða BLÆTI er einkar glæsileg en hana prýðir Margrét Bjarnadóttir.Mynd: Saga Sig - Stílisering: Erna Bergmann - Förðun: Steinunn ÞórðardóttirÁ meðal listamanna sem leggja til efni í blaðið eru Auður Ava rithöfundur sem skrifar um myndaþátt Sögu í blaðinu Konur, Gerður Kristný sem skrifar um systkini, Bergur Ebbi sem skrifar ljóð. Arnar Freyr Frostason skrifar um kúgun og feðraveldi í tengslum við myndaþátt sem Ásdís Rán Gunnarsdóttir situr fyrir í. Forsíðuefnið er samtal tveggja listamanna, Margrétar Bjarnadóttur og Haralds Jónssonar. „Við erum ekki með neitt viðtal heldur erum við með samtal þessara tveggja listamanna. Þetta samtal situr enn í mér. Þau ræða um það að vaxa úr grasi, hvernig tilfinningalífið glæðir sköpunarþörfina og öfugt. Þau segja opinskátt frá hugsunum sínum og snerta á hlutum sem ég hélt til dæmis að ég ein hefði upplifað,“ segir Erna frá.Allar konur eru alvöru konur Meginþráður í bókinni er virðing fyrir konum. Bæði nota þær óhefðbundin módel í myndatökur og beina athyglinni oft inn á við. „Auður Ava skrifaði textann við myndaþátt minn um konur. Vinnan við þann myndaþátt er eftirminnilegastur í þessu ferli öllu saman. Og í raun það sem ég vil standa fyrir,“ segir Saga. Saga við Snæfellsjökul #timaritidblaeti #behindthescenes #66north #leicam @66north A photo posted by BLÆTI ➖> 14. desember 2016 (@timaritidblaeti) on Nov 6, 2016 at 9:54am PST Myndaþátturinn sem hún vísar til hefur líkama kvenna og landslag til umfjöllunar. „Ég sé mikla fegurð í að við erum misjöfn. Mér finnst líkaminn vera landslag. Ég er á móti auglýsingum eins frá Dove, „Hér eru alvöru konur!“ segir í auglýsingunni. Það finnst mér vond skilaboð. Við erum allar alvöru konur,“ segir Saga. Magic⚡️ Á vinnustofu listamannsins Hrafnkels Sigurðssonar ⚡️ #bakviðtjöldin #timaritidblaeti A video posted by BLÆTI ➖> 14. desember 2016 (@timaritidblaeti) on Nov 22, 2016 at 6:12am PST „Ég auglýsti eftir konum í þennan myndaþátt og fékk fjölmörg bréf þar sem konur lýstu því af hverju þær vildu koma í myndatöku. Margar vildu komast yfir hatur á eigin líkama eða skömm. Ég sat og hágrét yfir þessum bréfum. Í London vann ég fyrir mörg undirfatafyrirtæki og það sem ég komst að er að það er sjálfsástin sem gerir fólk fallegt. Það skiptir engu máli hversu marga pilates-tíma fólk fer í eða hvað það gerir. Fegurðin kemur alltaf að innan og stafar af virðingu og ást. Ég þoli ekki að þessi sjálfsást geti minnkað og jafnvel horfið. Við sjáum of mikið af því sem er ekki satt, fegrað og oft það sama aftur og aftur. Þess vegna er fjölbreytnin svo mikilvæg,“ segir Saga. Tímaritið er til sölu í verslunum Eymundsson. „Blaðið er kveikja, við viljum smita fólk af blæti fyrir fjölbreytni og fegurð,“ segir Erna. A video posted by BLÆTI ➖> 14. desember 2016 (@timaritidblaeti) on Dec 5, 2016 at 4:03pm PST
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira