Verksmiðja Kia í Zilina fagnar 10 ára afmæli Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 15:18 Frá verksmiðju Kia í Zilina. Verksmiðja Kia í Zilina í Slóvakíu fagnar 10 ára afmæli nú í desember. Verksmiðjan hefur framleitt meira en 2,5 milljón Kia bíla fyrir Evrópumarkað og meira en 3,8 milljónir véla í Kia bíla á þessum tíma. Verksmiðjan hefur raunar átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin misseri enda hefur sala Kia bíla aukist jafnt og þétt í Evrópu. Bygging verksmiðjunnar, þar sem eingöngu eru framleiddir Kia bílar fyrir Evrópumarkað, hófst í apríl 2004 og framleiðsla hófst þar í árslok 2006. Nú 10 árum síðar er þessi hátæknivædda verksmiðja ein sú fullkomnasta sem bílaframleiðandi hefur yfir að ráða í Evrópu. Þar framleiðir Kia bíla sem uppfylla hæstu gæðaviðmið í álfunni. Verksmiðjan setur ekki einungis ný viðmið í skilvirkni og framleiðni heldur uppfyllir hún um leið ströngustu reglugerðir á sviði umhverfismála sem í gildi eru innan Evrópusambandsins. Gæði er forgangsatriði í allri starfsemi Kia. Af þeim sökum er einn af hverjum 15 starfsmönnum í verksmiðjunni í Zilina ábyrgur fyrir gæðaeftirliti. Kia hefur mikla trú á gæðum bíla sinna og býður 7 ár ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum sem er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á í heiminum. Í verksmiðjunni starfa tæplega 4.000 starfsmenn. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn í verksmiðjunni þannig að framleiðslan stoppar aldrei. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Verksmiðja Kia í Zilina í Slóvakíu fagnar 10 ára afmæli nú í desember. Verksmiðjan hefur framleitt meira en 2,5 milljón Kia bíla fyrir Evrópumarkað og meira en 3,8 milljónir véla í Kia bíla á þessum tíma. Verksmiðjan hefur raunar átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin misseri enda hefur sala Kia bíla aukist jafnt og þétt í Evrópu. Bygging verksmiðjunnar, þar sem eingöngu eru framleiddir Kia bílar fyrir Evrópumarkað, hófst í apríl 2004 og framleiðsla hófst þar í árslok 2006. Nú 10 árum síðar er þessi hátæknivædda verksmiðja ein sú fullkomnasta sem bílaframleiðandi hefur yfir að ráða í Evrópu. Þar framleiðir Kia bíla sem uppfylla hæstu gæðaviðmið í álfunni. Verksmiðjan setur ekki einungis ný viðmið í skilvirkni og framleiðni heldur uppfyllir hún um leið ströngustu reglugerðir á sviði umhverfismála sem í gildi eru innan Evrópusambandsins. Gæði er forgangsatriði í allri starfsemi Kia. Af þeim sökum er einn af hverjum 15 starfsmönnum í verksmiðjunni í Zilina ábyrgur fyrir gæðaeftirliti. Kia hefur mikla trú á gæðum bíla sinna og býður 7 ár ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum sem er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á í heiminum. Í verksmiðjunni starfa tæplega 4.000 starfsmenn. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn í verksmiðjunni þannig að framleiðslan stoppar aldrei.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent